Þjóðkirkjan er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu

Posted: október 15, 2012 in Trú, Umræða
Efnisorð:, ,

Ég var frummælandi á fundi Stjórnarskrárfélagsins um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá síðasta miðvikudag. Talsmenn kirkjunnar töluðu nokkuð oft um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði úrskurðað að þjóðkirkjuákvæðið væri ekki brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar þau voru innt frekari skýringa var lítið um svör og má jafnvel segja að þau hafi farið undan í flæmingi. Þannig að ég fór að kanna málið. Í stuttu máli þá fann ég lítið og setti inn blogg færslu þar sem ég óskaði skýringa. Engin komu svörin, þrátt fyrir að ég benti fundarfélögum mínum á færsluna, fyrr en ég auglýsti eftir þessu í Silfri Egils í gær. Þá kom tölvupóstur sem benti á mál þessu til stuðnings.

Bent var á mál Darby gegn Svíþjóð (skýrsla Mannréttindanefndar Evrópu nr. 11581/85).

Fyrir það fyrsta segir í úrskurðinum í þessu máli að 9. grein Mannréttindasáttmála Evrópu (um samvisku og trúarbrögð) hafi verið brotin:

The Commission concludes, by 10 votes to 3, that there has been a violation of Article 9 (Art. 9) of the Convention

En skattgreiðslurnar sem slíkar eru ekki taldar brot í Svíþjóð. Forsendur fyrir þeirri niðurstöðu segja hins vegar skýrt að fyrirkomulagið hér á Íslandi er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu.

The obligation (to pay church contributions) can be avoided if they choose to leave the church, a possibility which the State legislation has expressly provided for. By making available this possibility, the State has introduced sufficient safeguards to ensure the individual’s freedom of religion.“

Sænska ríkið vinnur þetta mál sem sagt vegna þess að í Svíþjóð er mögulegt fyrir þá sem standa utan trúfélaga að lækka skatta sína sem nemur gjaldi til trúfélaga. Stefnandi hafði ekki nýtt sér þetta vegna annarrar skráningar („resident“).

Á Íslandi er fyrirkomulagið þannig að ég greiði nákvæmlega sömu krónutölu í skatt hvort sem ég er í trúfélagi eða ekki – og nákvæmlega sömu krónutölu og maðurinn-í-næsta-húsi sem er í þjóðkirkjunni og hefur forsendur (tekjur, eignir…).

Gott og vel, ég er ekki lögfræðingur. En ég er læs. Og ég held því fram að fyrirkomulagið hér á Íslandi sé brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Og mér sýnist ég hafa ansi sterk rök.

Athugasemdir
  1. Matti skrifar:

    Hér landi hefur verið rætt um þetta í gegnum tíðina en kirkjan hefur ætíð barist gegn því að fólk geti „sparað sér“ sóknargjöldin með því að segja sig úr kirkjunni.

    Hvernig ætli standi á því?

  2. Jóhann Ingi skrifar:

    Hér er um augljóst óréttlæti að ræða. Algjörlega augljóst.

    Hvernig er hægt að koma þessu betur á framfæri?

  3. Óli Jón skrifar:

    Árið 2002 skrifar þáverandi biskup eftirfarandi í umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um afnám sóknargjalda:

    „Verði umrætt frumvarp að lögum munu menn hugsanlega sjá sér fjárhagslegan hag í því að skrá sig utan trúfélaga því samkvæmt frumvarpinu eiga menn að fá endurgreidda árlega fjárhæð sem nemur sóknargjaldinu. Eðlilegt væri að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt hefði í reynd ef samþykkt yrði. Þ.á.m. yrði að kanna hvernig sóknir myndu mæta skertum tekjum með því að draga úr þjónustu, fækka starfsfólki og auka tekjuöflun.“

    Biskup virðist alveg klár á því að menn, og væntanlega konur líka, muni í stórum torfum skrá sig úr Ríkiskirkjunni enda talar hann fljótt um uppsagnir starfsfólks og niðurskurð á þjónustu. Kirkjan mun því standa í vegi fyrir þeirri sjálfsögðu mannréttindabót að vantrúaðir og áhugalausir þurfi ekki að borga trúarskatt.

    Slóð: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=127&malnr=417&dbnr=2300&nefnd=a

  4. Einar Bragi Indriðason skrifar:

    Ég er heldur ekki lögfræðingur, en ég er líka læs. Ég hef þó ekki sökkt mér djúpt í þessar pælingar en út úr þessu sem hér kemur fram þá lítur þetta svona út í mínum huga. Fyrir einstakling sem stendur utan trúfélags þá rennur þessi skattur beint í ríkissjóð. Óréttlætið liggur í því að ríkið rukkar áfram skattinn en ég fæ ekki séð að þetta eitt og sér geri það að verkum að þjóðkirkja sé brot á mannréttindasáttmála Evrópu !!

    • Sæll, Einar, jú samkvæmt úrskurðinum þá getur sá sænski lækkað sínar skattgreiðslur. Á þessu er grundvallarmunur og nægir einmitt líkast til eitt og sér til að vera brot á mannréttindasáttmálanum.

      Það að skatturinn „renni beint í ríkissjóð“ er auðvitað rétt, en hann fer svo úr ríkissjóði til kirkjunnar. Jafnvel þó einhver vilji líti svo á að það séu aðrar krónur sem fara þangað, sem mér finnst vera hártogun, þá væri það jafnmikið brot að láta mig greiða meira til annarrar samneyslu á grundvelli trúarskoðana.

      Það er verið að skoða málið (af lögfræðingi) og miðað við aðra úrskurði MDE um mismunun á grundvelli trúarskoðana þá sýnist mér þetta vera gefið.

      Vonandi verður þetta fyrirkomulag þó afnumið og hægt að ná samkomulagi við kirkjuna sem allir geta verið sáttir við. Það er ekki á bætandi hvernig farið hefur fyrir okkur hjá MDE.

  5. Matti skrifar:

    > „The obligation (to pay church contributions) can be avoided if they choose to leave the church, a possibility which the State legislation has expressly provided for.“

    Miðað við þetta og þar sem ekki er boðið upp á möguleikann til að komast hjá því að greiða sóknargjöld á Íslandi.

    > By making available this possibility, the State has introduced sufficient safeguards to ensure the individual’s freedom of religion.”

    Þá hefur ríkisvaldið hér á landi ekki boðið upp á nægjanlegar „varnir“ til að tryggja trúfrelsi einstaklinganna.